Fagfélögin

Fagfélögin voru stofnuð árið 2019 þegar Rafiðnaðarsamband Íslands, Byggiðn – félag byggingamanna, FIT Félag iðn- og tæknigreina (til 1. feb. 2023), MATVÍS og Samiðn – samband iðnfélaga fluttu í sameiginlegt húsnæði að Stórhöfða 31. Stjórn Húss fagfélaganna er skipuð aðilum sem aðildarfélög og sambönd tilnefna hverju sinni.

Tilgangurinn með samstarfinu er að auka samvinnu á milli aðildarfélaga og sambanda með það markmiðið að auka þjónustu við félagsmenn. Enn fremur að tryggja aukna aðild iðnaðarsamfélagsins að málefnum sem það varðar, svo sem samtöl við stjórnvöld, breiðari ásýnd gagnvart almenningi og sterkari samhljóm í hagsmunamálum út á við.

Í lok árs 2021 var svo stigið enn stærra skref þegar VM – Félag vélstjóra og málmtæknimanna gekk inn í samstarfið sem var þá aukið til muna og tekur nú til þjónustu og afgreiðslu við félagsmenn, bókhald, lögfræðiþjónustu og kjaramál.