Fagkonur

HÆ! – Velkomin í fagið!

Um leið og við óskum þér til hamingju með að vera komin til starfa innan faggreinanna þá hvetjum við þig til að taka þátt í félagsstörfum á vegum þíns fagfélags – innan fagfélaganna er fólk sem býr yfir víðtækri reynslu úr þeim fjölbreyttu störfum sem þeirra fag býður uppá og hefur sinnt ótal málum sem þú ert ef til vill að velta fyrir þér, svona nú þegar þú ert komin út á vinnumarkaðinn.

Hvernig fagkona ertu?

  • Raf- og tæknigreinar? Þá snýrðu þér til Rafiðnaðarsambands Íslands – rafis.is
  • Byggingargreinar? Þá snýrðu þér til Byggiðn – byggidn.is
  • Veitinga og hótelgreinar? Þá er það Matvís – matvis.is
  • Vél- og málmtækni? Kíktu þá á VM – vm.is

Við bendum einnig á frábært upplýsingaefni á fagkonur.is og kvennastarf.is

Það eru fjölmargir staðir á netinu þar sem konur í karllægum störfum tala saman, skiptast á ráðum og reynslu. Við hvetjum þig til að leita þá uppi!