540 0100 2f@2f.is Stórhöfða 29-31

Orlofskerfi Fagfélaganna 2025

Fagfélögin (RSÍ, MATVÍS og VM) tóku þann 9. janúar 2025 í notkun nýtt orlofskerfi. Kerfið heitir Total en þar eru einnig nýjar „Mínar síður“ auk þess sem styrkumsóknir fara fram í kerfinu, eins og áður hefur verið kynnt. Hægt er að fylgjast með réttindaávinnslu og skilum atvinnurekenda á iðgjöldum, svo eitthvað sé nefnt.

Hér fyrir neðan má sjá leiðbeiningar vegna notkunar á orlofshluta Total. Hér neðst á síðunni má sjá myndband sem sýnir hvernig má bóka orlofseign.


On January 9, 2025, Fagfélögin (RSÍ, MATVÍS and VM) adopted a new vacation system. The system is called Total and there you can also find „My Pages“ in addition to grant requests as has been announced before. It is possible to view the rights you’ve acquired and monitor premiums employers pay, to name only a few things.

Below, you can find instructions on how to use Total’s vacation systems. At the bottom of the page you can see a video showing how to book a vacation home.

Orlofskerfi Fagfélaganna 2025

Félagsfólk skráir sig inn á Mínar síður af heimasíðu síns félags (mitt.rafis.is, mitt.vm.is eða mitt.matvis.is). Hægt er að nota rafræn skilríki eða auðkennisapp frá Auðkenni.
Til að komast inn á bókunarsíðuna, er smellt á takkann Orlofskerfi sem finna má efst til vinstri á Mínum síðum eða bláa takkann við Full réttindi í orlofsrammanum í aðalvalmyndinni.
Á bókunarsíðunni sjást landsvæðin með orlofseignum félagsins. Þegar smellt er á eitthvert svæðið opnast listi yfir eignirnar þar (Vitastígur 10 í þessu dæmi hér til hliðar) og um leið sést bókunarstaða hverrar eignar á viðkomandi tímabili. Veljið dagsetningu, landsvæði, hús og daga.
Þegar upphafsdagsetning hefur verið valinn opnast þessi gluggi. Hér þarf aðeins að velja hvenær leigjandinn hyggst fara úr húsinu. Þegar smellt er á "áfram" flyst notandinn yfir í greiðsluferli, sem er hefðbundið.
Þegar farið er til baka í aðalvalmynd má neðst á þeirri síðu sjá dálk sem heitir „Orlofssjóður“. Þar er meðal annars hægt að skoða yfirlit yfir leigur, nálgast leigusamning á PDF-formi og koma athugasemdum við félagið á framfæri. Athugið að leigusamningur verður ekki til fyrr en leiga hefur verið greidd.