Móttaka skilagreina og innheimta félagsgjalda

Upplýsingar fyrir launagreiðendur

Fagfélögin, Stórhöfða 29-31, taka við móttöku skilagreina og innheimtu félagsgjalda fyrir félagsfólk RSÍ (Rafiðnaðarsamband Íslands), VM (Félag vélstjóra og málmtæknimanna) og MATVÍS (Matvæla og veitingafélag Íslands) þann 1. janúar 2025. Jafnframt annast Fagfélögin innheimtu gjalda í sjúkra-, orlofs- og fræðslusjóði.

Verkefnið var áður hjá lífeyrissjóðunum Birtu og Gildi.

Engar breytingar verða á hlutfalli félags- og iðjgjalda.

Undirbúningur þessa verkefnis hefur staðið yfir undanfarna mánuði en markmiðið er að yfirfærslan verði hnökralaus fyrir launagreiðendur. Hægt er að senda fyrirspurnir vegna þessa á netfangið skilagrein@fagfelogin.is eða hringja á skrifstofu Fagfélaganna í síma 5 400 100.

  1. Launakerfi – Skilvirkasta og öruggasta leiðin.
  2. Vefskil – Fyrir þá sem ekki eru með launakerfi
  3. Annað – Hafið samband á skilagrein@fagfelogin.is

Hér fyrir neðan má sjá nánari upplýsingar um skilagreinar fyrir hvert félaganna þriggja.

Upplýsingar um innheimtu

Aðildarfélög RSÍ

Aðildarfélag Félagsgjald Endurmenntunarsjóður
Félag íslenskra rafvirkja F433 E433
Félag íslenskra símamanna F636 E636
Félag rafeindavirkja F434 E434
Félag rafiðnaðarmanna á Suðurlandi F438 F438
Félag tæknifólks E433 F054
Grafía – stéttarfélag í prent og miðlunargreinum F412 P412 Prenttæknisjóður
Rafiðnaðarfélag Norðurlands F432 E433
Rafiðnaðarfélag Suðurnesja F439 E433
 

Greiðsluupplýsingar

Rafiðnaðarsambands Íslands: (reiknast af heildarlaunum)

  • Félagsgjald 1% (sjá lista hér neðar)
  • Sjúkrasjóður (S982) 1%
  • Orlofssjóður (O982) 0,25%
  • Endurmenntunarsjóður  1,2% rafvirkjar    1,1% aðrir (frá 1.6.2014)
GRAFÍA
  • Prenttæknisjóður 1,1%
  • Fræðslusjóður fast gjald kr 1.340

Félagsgjald (F421)

Félagsgjald allra félagsmanna VM er 0,8% af heildarlaunum.

Styrktar- og sjúkrasjóður VM (S421)

Samkvæmt almennum kjarasamningum VM við SA ber atvinnurekanda að greiða 1% af heildarlaunum í Styrktar- og sjúkrasjóð VM. Fyrir vélstjóra á fiskiskipum ber útgerð að greiða 0,75% af heildarlaunum í Styrktar- og sjúkrasjóð VM. Fyrir vélastjóra á kaupskipum ber útgerð að greiða 0,5% af heildarlaunum Styrktar- og sjúkrasjóð VM. Í sérkjarasamningum nokkurra fyrirtækja og stofnana er samið um aðrar prósentutölur.

Orlofssjóður (O421)

Samkvæmt kjarasamningum VM ber atvinnurekanda að greiða a.m.k. 0,25% af heildarlaunum í orlofssjóð VM. Undantekningar eru í sérkjarasamningum nokkurra fyrirtækja og stofnana.

Endurmenntunargjald til IÐUNNAR – fræðsluseturs

Málm-, véltæknigreinar og vélstjórar á fiskiskipum (E460) og netagerð (E463). Kjarasamningar vegna starfa í landi: Greiða ber 0,5% af launum í endurmenntunargjald vegna þeirra sem starfa samkvæmt kjarasamningi VM við SA. Kjarasamningur vélstjóra á fiskiskipum: Greiða ber 0,5% af kauptryggingu vélstjóra í endurmenntunargjald vegna þeirra sem starfa samkvæmt kjarasamningi VM við SFS.

Fræðslusjóður VM (E421)

ATH. á einungis við um sérsamninga

Félagsmenn VM geta samið um sérstakar greiðslur í fræðslusjóð VM í persónubundnum samningum. Fyrir vélfræðinga sem starfa á rammasamningi ber vinnuveitanda að greiða 1,1% af heildarlaunum, nema samið hafi verið um annað. Í samningum við ýmis fyrirtæki og stofnanir er kveðið á um greiðslur í fræðslusjóð allt að 1,1% af heildarlaunum.

Starfsendurhæfingarsjóður – innheimtist af lífeyrissjóði

Samkvæmt kjarasamningum VM ber atvinnurekanda að greiða í Starfsendurhæfngarsjóð af starfsmönnum. Gjaldið er 0,13% og greiðist með lífeyrisiðgjöldum til viðkomandi lífeyrissjóðs en ekki með félagsgjöldum til VM.

Launatengd gjöld skv. kjarasamningi við Samband sveitarfélaga

  • Félagsgjald 0,8%
  • Orlofsheimilasjóður 0,44%
  • Styrktarsjóoðsgjald 1,0%
  • Endurmenntunarsjóður (Iðan) 0,4%
  • Endurhæfingarsjóður 0,13%

Námssjóður iðnaðarmanna skv. kjarasamningi við Samband sveitarfélaga

  • Umsýsluaðili: 2F – Fagfélögin Stórhöfða, kt.: 560896-2559.
  • Bankareikningur 515-26-005246
  • Senda skilagrein á palmi@samidn.is
  • Greiða á og 2,2% af öllum launum frá apríl 2024.

Greiðslumiðlun (G921)  – tók gildi 1.1.2014

Á móti iðgjaldi vélstjóra greiðir útgerð 0,21% iðgjald af launum til VM. Útgerðarmaður skal standa skil á iðgjöldum samtímis greiðslum til annarra sjóða stéttarfélagsins, þ.e. um leið og reikningsuppgjör fer fram eftir lok hvers kauptryggingartímabils.
  • Kjötiðnaðarsvið F 461
  • Matreiðslusvið F 470
  • Framleiðslusvið F 481
  • Bakarasvið F 482
  • Matartæknasvið F 044
  • Nemar F 043

Gjöld

  • Félagsgjald 0,9%
  • Sjúkrasjóður 1,0%
  • Orlofshúsasjóður 0,25%
  • Endurmenntunarsjóður 0,5%
  • Endurhæfingarsjóður R 430 0,10%
  • Menntasjóður 2,2%

Gjöld vegna kjarasamnings við Samband íslenskra sveitafélaga

  • Félagsgjald 0,9%
  • Orlofsheimildasjóður 0,44%
  • Styrktarsjóðsgjald 1,0%
  • Endurmenntunarsjóður 0,4%
  • Endurhæfingarsjóður 0,10%